Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:45 Rósa Björk ásamt Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóna. Mynd/Rósa Björk Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira