Mark og stoðsending frá Pogba er United sló út Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba steig trylltan dans í kvöld.
Pogba steig trylltan dans í kvöld. vísir/getty
Manchester United er komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Chelsea á útivelli í kvöld þar sem Paul Pogba var í aðalhlutverki.

Fjör var í leiknum í fyrri hálfeik en Chelsea fékk skell gegn City fyrir viku síðan er City rassskellti Chelsea, 6-0.

Ole Gunnar Solskjær gerði nokkrar breytingar á sínu liði en Romelu Lukaku var meðal annars í framlínunni og Sergio Romero í markinu en lið Chelsea var það sama og vanalega.

Á 31. mínútu kom fyrsta markið. Paul Pogba kom þá með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Spánverjinn Ander Herrera var mættur og stangaði boltann í netið. Sofandi háttur í vörn Chelsea.

Skömmu fyrir leikhlé tvöfaldaði Pogba forystuna. Marcus Rashford fékk boltann bakvið Marcos Alonso, æddi upp kantinn og kom boltanum fyrir markið. Þar var Pogba mættur og skallaði boltann framhjá Kepa sem hafði þó hendur á boltanum.

2-0 í hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Fátt var um fína drætti en leikmenn United vörðust vel og eru komnir í 8-liða úrslit enska bikarsins.

Það verða því manchester United, Watford, Brighton, Millwall, Manchester City, Wolves, Swansea og Crystal Palace sem verða í átta liða úrslitunum en dregið verður síðar í kvöld.









Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira