Fótbolti

Dortmund missteig sig gegn botnliðinu og munurinn orðinn þrjú stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alcacer brennir færi í kvöld.
Alcacer brennir færi í kvöld. vísir/getty

Borussia Dortmund gerði markalaust jafntefli við Nurnberg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld og varð því af mikilvægum stigum.

Dortmund hafði mikla yfirburði í leiknum en þeir voru tæplega 70% með boltann. þeir áttu fjórtán skot að marki Nurnberg en heimamenn áttu fjögur skot í leiknum.

Að endingu mistókst þá toppliðinu að koma boltanum í netið og niðurstaðan markalaus en Dortmund er áfram á toppnum.

Nú er munurinn milli Dortmund og Bayern orðinn þrjú stig en Dortmund var komið með vænlegt forskot fyrir alls ekki löngu.

Nurnberg er á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.