Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Þingmennirnir sjö á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. Þingmennirnir lýstu yfir megnri óánægju með flokkinn á blaðamannafundi og í yfirlýsingu á nýrri vefsíðu hópsins. „Verkamannaflokkurinn reynir nú að framfylgja stefnumálum sem veikja varnir okkar, samþykkir frásögn ríkja sem eru okkur fjandsamleg, honum hefur mistekist að leiða Brexit-umræðuna og setja fram annan valkost,“ sagði til að mynda í yfirlýsingu. Óánægja þingmannanna sjö virðist tvíþætt. Annars vegar eru þau óánægð með forystu Jeremys Corbyn og hins vegar með það sem þau lýsa sem rótgróinni gyðingaandúð innan flokksins. Luciana Berger, einn þingmannanna og jafnframt gyðingur, sagðist hafa skammast sín fyrir flokkinn. Á blaðamannafundi vísaði hún í mótmæli gyðinga gegn flokknum og talaði um baráttuna fyrir því að fá Verkamannaflokkinn til að viðurkenna skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingahatri. BBC telur líklegt að fleiri fylgi í fótspor sjömenningana verði ekki gerð bragarbót á þessu. Corbyn sjálfur hefur brugðist við úrsögnunum með yfirlýsingu. Þar segir hann að ákvörðunin ylli honum vonbrigðum. Sérstaklega þar sem hann teldi Verkamannaflokkinn á góðri leið og þörf væri á stefnu hans. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. Þingmennirnir lýstu yfir megnri óánægju með flokkinn á blaðamannafundi og í yfirlýsingu á nýrri vefsíðu hópsins. „Verkamannaflokkurinn reynir nú að framfylgja stefnumálum sem veikja varnir okkar, samþykkir frásögn ríkja sem eru okkur fjandsamleg, honum hefur mistekist að leiða Brexit-umræðuna og setja fram annan valkost,“ sagði til að mynda í yfirlýsingu. Óánægja þingmannanna sjö virðist tvíþætt. Annars vegar eru þau óánægð með forystu Jeremys Corbyn og hins vegar með það sem þau lýsa sem rótgróinni gyðingaandúð innan flokksins. Luciana Berger, einn þingmannanna og jafnframt gyðingur, sagðist hafa skammast sín fyrir flokkinn. Á blaðamannafundi vísaði hún í mótmæli gyðinga gegn flokknum og talaði um baráttuna fyrir því að fá Verkamannaflokkinn til að viðurkenna skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingahatri. BBC telur líklegt að fleiri fylgi í fótspor sjömenningana verði ekki gerð bragarbót á þessu. Corbyn sjálfur hefur brugðist við úrsögnunum með yfirlýsingu. Þar segir hann að ákvörðunin ylli honum vonbrigðum. Sérstaklega þar sem hann teldi Verkamannaflokkinn á góðri leið og þörf væri á stefnu hans.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10