Markalaust á Anfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var hart barist í kvöld.
Það var hart barist í kvöld. vísir/getty
Liverpool og Bayern München gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er liðin mættust á Anfield í kvöld.

Beðin var með spenningi eftir leik liðanna í kvöld en forföll voru í báðum liðum. Virgil van Dijk var í leikbanni hjá Liverpool og hjá gestunum var Thomas Müller einnig í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Ajax.

Það var líf og fjör í fyrri hálfleiknum en mikill hraði var í leiknum. Bæði lið vildu sækja en Liverpool var betri aðilinn þó að Bæjarar hafi fengið nokkrar álitlegar sóknir.







Heimamenn fengu þó klárlega bestu færin og klikkaði Sadio Mane meðal annars dauðafæri, einn gegn Manuel Neuer, eftir að hafa boltinn hafi fallið til hans eftir skot Naby Keita. Skot Mane fór framhjá markinu.

Staðan var markalaus í hálfleik og í síðari hálfleik breyttist leikurinn. Bæjarar náðu að stjórna leiknum meira og fyrsta skot Liverpool í átt að marki Bayern kom tíu mínútum fyrir leikslok. Lítið um færi og lokatölur markalaust jafntefli.

Það er því áfram allt í járnum í þessu einvígi en síðari leikur liðanna fer fram í Þýskalandi þann 13. mars.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira