Fótbolti

Sjáðu algjört snilldarmark hjá ungum fótboltastrák

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bartosz Kuśmierczyk, til vinstri, er ekki hár í loftinu eins og sést í dómarakastinu í upphafi leiks.
Bartosz Kuśmierczyk, til vinstri, er ekki hár í loftinu eins og sést í dómarakastinu í upphafi leiks. Skjámynd/Youtube

Pólverjar hafa átt nokkrar stórar fótboltastjörnur í gegnum tíðina og þeir gætu verið að eignast eina til viðbótar.

Það er kannski allt í lagi að fara að leggja nafnið Bartosz Kusmierczyk á minnið eftir frammistöðu hans í innanhúsfótboltamóti á dögunum.

Bartosz Kuśmierczyk skoraði nefnilega magnað mark þar sem hann sameinaði mikla yfirvegun, magnaða knatttækni og hið óvænta sem skilaði sér allt í stórbrotnu marki.

Bartosz var þarna að spila með liði Akademia Pogoń Szczecin í innanhússmóti fyrir lið skipuð drengjum tólf ára og yngri.

Nú er bara spurningin hvort að þetta mark hans kom til greina þegar Puskás verðlaunin verða afhent næst.

Það besta er að strákurinn lætur þetta líta úr eins og ekkert sé eðlilegra og fagnaðarlætin eru eins og hann hafi bara verið að skora „venjulegt“ mark en það var hinsvegar ekkert venjulegt við þessa frábæru afgreiðslu hans. 

Markið hans Bartoszar má sjá hér fyrir neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.