Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 19:42 Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30