Erlent

Rússar segja sig einnig frá eldflaugasáttmála

Kjartan Kjartansson skrifar
Pútín sagðist opinn fyrir viðræðum þegar hann tilkynnti um að Rússar ætluðu heldur ekki að taka þátt í INF-sáttmálanum lengur.
Pútín sagðist opinn fyrir viðræðum þegar hann tilkynnti um að Rússar ætluðu heldur ekki að taka þátt í INF-sáttmálanum lengur. Vísir/EPA

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar ætli að hefja framleiðslu á nýjum meðaldrægum eldflaugum sem geta borið kjarnaodda eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún ætlaði að segja sig frá sáttmála ríkjanna um að bann við þeim.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vísaði til þess að Rússar hefðu lengi hunsað ákvæði INF-sáttmálans sem Bandaríkjamenn og Sovétmenn skrifuðu undir árið 1987. Sáttmálinn bannað notkun skamm- og meðaldrægra eldflauga.

„Bandarískir félagar okkar tilkynntu að þeir ætluðu að hætta þátttöku í sáttmálanum og við ætlum að hætta henni líka,“ sagði Pútín í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti stuðningi við Bandaríkjastjórn í dag. Sakaði hann Rússa um að senda sífellt fleiri eldflaugar sem geta borið kjarnavopn til Evrópu. Rússar hafa hafnað því að þeir brjóti gegn ákvæðum sáttmálans.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.