Sigríður Thorlacius fagnaði þriggja ára lífsafmæli: „Það voru einhverjir verndarenglar þarna“ Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 13:20 Sigríður er fegin því að vera á lífi eftir bílslys á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan. Fréttablaðið/Stefán Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan. Tímamót Tónlist Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Tónlist Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira