Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Getty/Jeff J. Mitchell Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41