Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 23:30 Maduro á afmælishátíðinni í dag. AP/Ariana Cubillos Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. Tugþúsundir mótmælenda mótmæltu áframhaldandi setu Maduro á forsetastól í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. Reuters greinir frá.Tuttugu ár eru liðin frá því að Chavez tók við völdum í Venesúela og í höfuðborginni var haldin minningarathöfn til þess að minnast tímamótanna, á sama tíma og tugþúsundir stuðningsmanna Juan Guaidó, sem gerir tilkall til forsetaembættisins, komu saman til mótmæla.„Viljið þið kosningar? Þið viljið flýta kosningunum? Við ætlum að halda þingkosningar,“ sagði Maduro í ræðunni. Sagði hann einnig að stjórnlagaþingið, þingið sem Maduro skipaði eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, myndi ræða tillöguna um að flýta þingkosningum sem halda á næst árið 2020.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.Evrópuríki hafa setið á sér að viðurkenna Guaidó sem forseta. Þau hafa mörg gefið Maduro frest til morgundagsins til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau feta í fótspor Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Óvíst er hvaða áhrif nýjasta útspil Maduro muni hafa áhrif á þessa kröfu Evrópuríkja.Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Guaidó. Herinn er eitt helsta valdatól Maduro. Lék herinn lykilhlutverk í að halda Maduro í embætti í fjölmennum mótmælum árið 2014 og 2017, með því að handtaka og kveða niður mótmælendur. Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Undirbúa stór mótmæli gegn Maduro í dag Mörg Evrópuríki hafa gefið Nicolás Maduro frest til morguns til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta. 2. febrúar 2019 11:35 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. Tugþúsundir mótmælenda mótmæltu áframhaldandi setu Maduro á forsetastól í Caracas, höfuðborg Venesúela, í dag. Reuters greinir frá.Tuttugu ár eru liðin frá því að Chavez tók við völdum í Venesúela og í höfuðborginni var haldin minningarathöfn til þess að minnast tímamótanna, á sama tíma og tugþúsundir stuðningsmanna Juan Guaidó, sem gerir tilkall til forsetaembættisins, komu saman til mótmæla.„Viljið þið kosningar? Þið viljið flýta kosningunum? Við ætlum að halda þingkosningar,“ sagði Maduro í ræðunni. Sagði hann einnig að stjórnlagaþingið, þingið sem Maduro skipaði eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, myndi ræða tillöguna um að flýta þingkosningum sem halda á næst árið 2020.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.Evrópuríki hafa setið á sér að viðurkenna Guaidó sem forseta. Þau hafa mörg gefið Maduro frest til morgundagsins til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau feta í fótspor Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Óvíst er hvaða áhrif nýjasta útspil Maduro muni hafa áhrif á þessa kröfu Evrópuríkja.Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Guaidó. Herinn er eitt helsta valdatól Maduro. Lék herinn lykilhlutverk í að halda Maduro í embætti í fjölmennum mótmælum árið 2014 og 2017, með því að handtaka og kveða niður mótmælendur.
Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27 Undirbúa stór mótmæli gegn Maduro í dag Mörg Evrópuríki hafa gefið Nicolás Maduro frest til morguns til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta. 2. febrúar 2019 11:35 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Á leynifundum með hernum í Venesúela Juan Guaido leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur haldið leynifundi með yfirmönnum hersins í landinu til að reyna að fá herinn á sitt band, en spennan magnast nú ört í landinu. 31. janúar 2019 07:27
Undirbúa stór mótmæli gegn Maduro í dag Mörg Evrópuríki hafa gefið Nicolás Maduro frest til morguns til að tilkynna um nýjar kosningar áður en þau viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta. 2. febrúar 2019 11:35
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila