Erlent

Salvadorar ganga til forsetakosninga í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Frá kappræðum frambjóðanda í San Salvador.
Frá kappræðum frambjóðanda í San Salvador. EPA/Rodrigo Sura
Fyrsta umferð forsetakosninganna í ameríkuríkinu El Salvador fer fram í dag. Sé litið til skoðanakannana teljast mestar líkur á því að hinn 37 ára gamli Nayib Bukele verði kjörinn næsti forseti landsins.

Bukele þessi er fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar San Salvador, Bukele er frambjóðandi hægriflokksins GANA. Verði Bukele kjörinn verður það í fyrsta sinn síðan árið 1989 sem forseti landsins kemur ekki úr röðum tveggja stærstu flokka landsins. Hægri flokksins ARENA og vinstri flokksins Farabundo.

Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup frá í Janúar er Bukele með 42% fylgi, annar er frambjóðandi ARENA, Carlos Calleja. Nái enginn frambjóðanda helmingi greiddra atkvæða mun fara fram önnur umferð kosninganna í mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×