Alfreð: Byrjar vel eftir þrítugt Anton Ingi Leifsson skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og framherji Augsburg, fagnaði þrítugsafmælinu á föstudagskvöldið og fagnaði stórafmælinu með þrennu daginn eftir í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Augsburg á Mainz. Alfreð skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en þriðja markið kom í síðari hálfleik eftir laglegt samspil. Kappinn var í viðtali í morgunþættinum Brennslunni í morgun. „Ég er nokkur góður. Ég tek þrítugsafmælinu fagnandi og þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í samtali við Brennsluna í morgun. „Það var mjög gott liðsmark. Þetta var kærkomið. Við vorum ekki búnir að vinna í tíu leiki í röð og það var kaós í klúbbnum í vikunni. Tveimur leikmönnum var hent út og nýr aðstoðarþjálfari og margir að bíða eftir því hvernig leikurinn myndi koma út.“ „Við erum aðeins búnir að sökkva niður í fallslaginn og á alla vegu var þetta gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Alfreð var næst spurður að því hvernig honum væri tekið á knæpum bæjarins eftir að hafa skorað þrjú mörk um helgina en Alfreð segir að Þjóðverjinn sé líkur Íslendingnum. „Þjóðverjinn er eins og Íslendingurinn, svolítið að halda aftur að sér nema að hann sé kominn í glas. Þá segja þeir allt sem þeir vilja segja. Ég fann meira fyrir þessu á Spáni og í Grikklandi.“ „Þá komu bara allir að þér og sögðu hvað þeim fannst. Þar er opnara fólk en þú sérð að fólk horfir á þig og það er bara eitt fótboltalið hérna. Það þekkja allir þessa tuttugu leikmenn sem eru í liðinu. Það er skemmtilegra að fólk horfi á þig eftir þrennu en að þú hafir klúðrað dauðafæri og liðið tapar tíu leikjum í röð.“Alfreð skorar úr öðru vítinu sínu.vísir/gettyKom til mín í hálfleik og sagði að ég þyrfti að hlaupa meira Jens Lehmann, fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands og markvörður Arsenal, er kominn inn í þjálfarateymi Augsburg og Alfreð segir að hann sé strax byrjaður að láta til sín taka. „Hann er að koma sterkur inn. Strax á fyrstu æfingu var hann óhræddur við að segja hvað honum finnst og maður fann að tempóið og gæðin hækkuðu um nokkur prósent eftir að hann kom.“ „Það var mjög skemmtilegt í hálfleik í gær. Það gekk vel í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og allir voru að klappa manni á bakið. Svo kemur að hann að mér með mjög einföld fyrirmæli." „Hann sagði að í seinni hálfleik yrði ég að hlaupa meira. Ég sagði bara: Ég skal gera það. Hann er greinilega að taka "bad-cop" á sig svo það er gott mix í þjálfarateyminu.“ Alfreð hefur verið sjóðandi heitur með Augsburg. Í síðustu 35 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 22 mörk. Hann er nokkuð sáttur með tölfræðina en er hógvær eins og alltaf. „Ég held að það sé bara sama og alltaf. Mér líður vel og ég passa vel inn í liðið. Ég fæ mikið sjálfstraust frá liðinu og ég held að það sé nokkurnveginn allstaðar sem ég hef verið að því mikilvægari sem ég er liðinu hefur mér gengið vel.“ Allt viðtalið við Alfreð má heyra í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Fótbolti Tengdar fréttir Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00 Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og framherji Augsburg, fagnaði þrítugsafmælinu á föstudagskvöldið og fagnaði stórafmælinu með þrennu daginn eftir í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Augsburg á Mainz. Alfreð skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en þriðja markið kom í síðari hálfleik eftir laglegt samspil. Kappinn var í viðtali í morgunþættinum Brennslunni í morgun. „Ég er nokkur góður. Ég tek þrítugsafmælinu fagnandi og þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í samtali við Brennsluna í morgun. „Það var mjög gott liðsmark. Þetta var kærkomið. Við vorum ekki búnir að vinna í tíu leiki í röð og það var kaós í klúbbnum í vikunni. Tveimur leikmönnum var hent út og nýr aðstoðarþjálfari og margir að bíða eftir því hvernig leikurinn myndi koma út.“ „Við erum aðeins búnir að sökkva niður í fallslaginn og á alla vegu var þetta gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Alfreð var næst spurður að því hvernig honum væri tekið á knæpum bæjarins eftir að hafa skorað þrjú mörk um helgina en Alfreð segir að Þjóðverjinn sé líkur Íslendingnum. „Þjóðverjinn er eins og Íslendingurinn, svolítið að halda aftur að sér nema að hann sé kominn í glas. Þá segja þeir allt sem þeir vilja segja. Ég fann meira fyrir þessu á Spáni og í Grikklandi.“ „Þá komu bara allir að þér og sögðu hvað þeim fannst. Þar er opnara fólk en þú sérð að fólk horfir á þig og það er bara eitt fótboltalið hérna. Það þekkja allir þessa tuttugu leikmenn sem eru í liðinu. Það er skemmtilegra að fólk horfi á þig eftir þrennu en að þú hafir klúðrað dauðafæri og liðið tapar tíu leikjum í röð.“Alfreð skorar úr öðru vítinu sínu.vísir/gettyKom til mín í hálfleik og sagði að ég þyrfti að hlaupa meira Jens Lehmann, fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands og markvörður Arsenal, er kominn inn í þjálfarateymi Augsburg og Alfreð segir að hann sé strax byrjaður að láta til sín taka. „Hann er að koma sterkur inn. Strax á fyrstu æfingu var hann óhræddur við að segja hvað honum finnst og maður fann að tempóið og gæðin hækkuðu um nokkur prósent eftir að hann kom.“ „Það var mjög skemmtilegt í hálfleik í gær. Það gekk vel í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og allir voru að klappa manni á bakið. Svo kemur að hann að mér með mjög einföld fyrirmæli." „Hann sagði að í seinni hálfleik yrði ég að hlaupa meira. Ég sagði bara: Ég skal gera það. Hann er greinilega að taka "bad-cop" á sig svo það er gott mix í þjálfarateyminu.“ Alfreð hefur verið sjóðandi heitur með Augsburg. Í síðustu 35 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 22 mörk. Hann er nokkuð sáttur með tölfræðina en er hógvær eins og alltaf. „Ég held að það sé bara sama og alltaf. Mér líður vel og ég passa vel inn í liðið. Ég fæ mikið sjálfstraust frá liðinu og ég held að það sé nokkurnveginn allstaðar sem ég hef verið að því mikilvægari sem ég er liðinu hefur mér gengið vel.“ Allt viðtalið við Alfreð má heyra í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
Fótbolti Tengdar fréttir Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00 Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00
Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21