Alfreð: Byrjar vel eftir þrítugt Anton Ingi Leifsson skrifar 4. febrúar 2019 11:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og framherji Augsburg, fagnaði þrítugsafmælinu á föstudagskvöldið og fagnaði stórafmælinu með þrennu daginn eftir í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Augsburg á Mainz. Alfreð skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en þriðja markið kom í síðari hálfleik eftir laglegt samspil. Kappinn var í viðtali í morgunþættinum Brennslunni í morgun. „Ég er nokkur góður. Ég tek þrítugsafmælinu fagnandi og þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í samtali við Brennsluna í morgun. „Það var mjög gott liðsmark. Þetta var kærkomið. Við vorum ekki búnir að vinna í tíu leiki í röð og það var kaós í klúbbnum í vikunni. Tveimur leikmönnum var hent út og nýr aðstoðarþjálfari og margir að bíða eftir því hvernig leikurinn myndi koma út.“ „Við erum aðeins búnir að sökkva niður í fallslaginn og á alla vegu var þetta gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Alfreð var næst spurður að því hvernig honum væri tekið á knæpum bæjarins eftir að hafa skorað þrjú mörk um helgina en Alfreð segir að Þjóðverjinn sé líkur Íslendingnum. „Þjóðverjinn er eins og Íslendingurinn, svolítið að halda aftur að sér nema að hann sé kominn í glas. Þá segja þeir allt sem þeir vilja segja. Ég fann meira fyrir þessu á Spáni og í Grikklandi.“ „Þá komu bara allir að þér og sögðu hvað þeim fannst. Þar er opnara fólk en þú sérð að fólk horfir á þig og það er bara eitt fótboltalið hérna. Það þekkja allir þessa tuttugu leikmenn sem eru í liðinu. Það er skemmtilegra að fólk horfi á þig eftir þrennu en að þú hafir klúðrað dauðafæri og liðið tapar tíu leikjum í röð.“Alfreð skorar úr öðru vítinu sínu.vísir/gettyKom til mín í hálfleik og sagði að ég þyrfti að hlaupa meira Jens Lehmann, fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands og markvörður Arsenal, er kominn inn í þjálfarateymi Augsburg og Alfreð segir að hann sé strax byrjaður að láta til sín taka. „Hann er að koma sterkur inn. Strax á fyrstu æfingu var hann óhræddur við að segja hvað honum finnst og maður fann að tempóið og gæðin hækkuðu um nokkur prósent eftir að hann kom.“ „Það var mjög skemmtilegt í hálfleik í gær. Það gekk vel í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og allir voru að klappa manni á bakið. Svo kemur að hann að mér með mjög einföld fyrirmæli." „Hann sagði að í seinni hálfleik yrði ég að hlaupa meira. Ég sagði bara: Ég skal gera það. Hann er greinilega að taka "bad-cop" á sig svo það er gott mix í þjálfarateyminu.“ Alfreð hefur verið sjóðandi heitur með Augsburg. Í síðustu 35 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 22 mörk. Hann er nokkuð sáttur með tölfræðina en er hógvær eins og alltaf. „Ég held að það sé bara sama og alltaf. Mér líður vel og ég passa vel inn í liðið. Ég fæ mikið sjálfstraust frá liðinu og ég held að það sé nokkurnveginn allstaðar sem ég hef verið að því mikilvægari sem ég er liðinu hefur mér gengið vel.“ Allt viðtalið við Alfreð má heyra í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Fótbolti Tengdar fréttir Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00 Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og framherji Augsburg, fagnaði þrítugsafmælinu á föstudagskvöldið og fagnaði stórafmælinu með þrennu daginn eftir í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Augsburg á Mainz. Alfreð skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en þriðja markið kom í síðari hálfleik eftir laglegt samspil. Kappinn var í viðtali í morgunþættinum Brennslunni í morgun. „Ég er nokkur góður. Ég tek þrítugsafmælinu fagnandi og þetta byrjar vel eftir þrítugt. Ég get ekki kvartað,“ sagði Alfreð í samtali við Brennsluna í morgun. „Það var mjög gott liðsmark. Þetta var kærkomið. Við vorum ekki búnir að vinna í tíu leiki í röð og það var kaós í klúbbnum í vikunni. Tveimur leikmönnum var hent út og nýr aðstoðarþjálfari og margir að bíða eftir því hvernig leikurinn myndi koma út.“ „Við erum aðeins búnir að sökkva niður í fallslaginn og á alla vegu var þetta gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Alfreð var næst spurður að því hvernig honum væri tekið á knæpum bæjarins eftir að hafa skorað þrjú mörk um helgina en Alfreð segir að Þjóðverjinn sé líkur Íslendingnum. „Þjóðverjinn er eins og Íslendingurinn, svolítið að halda aftur að sér nema að hann sé kominn í glas. Þá segja þeir allt sem þeir vilja segja. Ég fann meira fyrir þessu á Spáni og í Grikklandi.“ „Þá komu bara allir að þér og sögðu hvað þeim fannst. Þar er opnara fólk en þú sérð að fólk horfir á þig og það er bara eitt fótboltalið hérna. Það þekkja allir þessa tuttugu leikmenn sem eru í liðinu. Það er skemmtilegra að fólk horfi á þig eftir þrennu en að þú hafir klúðrað dauðafæri og liðið tapar tíu leikjum í röð.“Alfreð skorar úr öðru vítinu sínu.vísir/gettyKom til mín í hálfleik og sagði að ég þyrfti að hlaupa meira Jens Lehmann, fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands og markvörður Arsenal, er kominn inn í þjálfarateymi Augsburg og Alfreð segir að hann sé strax byrjaður að láta til sín taka. „Hann er að koma sterkur inn. Strax á fyrstu æfingu var hann óhræddur við að segja hvað honum finnst og maður fann að tempóið og gæðin hækkuðu um nokkur prósent eftir að hann kom.“ „Það var mjög skemmtilegt í hálfleik í gær. Það gekk vel í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og allir voru að klappa manni á bakið. Svo kemur að hann að mér með mjög einföld fyrirmæli." „Hann sagði að í seinni hálfleik yrði ég að hlaupa meira. Ég sagði bara: Ég skal gera það. Hann er greinilega að taka "bad-cop" á sig svo það er gott mix í þjálfarateyminu.“ Alfreð hefur verið sjóðandi heitur með Augsburg. Í síðustu 35 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 22 mörk. Hann er nokkuð sáttur með tölfræðina en er hógvær eins og alltaf. „Ég held að það sé bara sama og alltaf. Mér líður vel og ég passa vel inn í liðið. Ég fæ mikið sjálfstraust frá liðinu og ég held að það sé nokkurnveginn allstaðar sem ég hef verið að því mikilvægari sem ég er liðinu hefur mér gengið vel.“ Allt viðtalið við Alfreð má heyra í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
Fótbolti Tengdar fréttir Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00 Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Lehmann þjálfar Alfreð hjá Augsburg Markvörðurinn geðþekki er kominn í þjálfarateymi Augsburg. 29. janúar 2019 06:00
Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni. 3. febrúar 2019 16:21