Innlent

Hermann yfir sjúkraflutningum næstu vikurnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hermann Marinó Maggýarson og Hrönn Arnardóttir.
Hermann Marinó Maggýarson og Hrönn Arnardóttir. HSU
Hermann Marinó Maggýarson hefur verið settur tímabundið í starf sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands til næstu tveggja mánaða, eða til 1. apríl 2019. Til sama tíma hefur Hrönn Arnardóttir verið sett í starf aðalvarðstjóra sjúkraflutninga hjá HSU.

Þetta kemur fram á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga, er í veikindaleyfi.

Fjallað var um fækkun sjúkraflutningamanna á HSU í fréttum Stöðvar 2 í kringum áramótin. Magnús Smári Smárason, formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna stöðunnar.


Tengdar fréttir

Fréttu bara úti í bæ af brotthvarfi sjúkrabíla

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir galið að hætta viðveru sjúkrabíla á Hvolsvelli um leið og ríkið setji aukið fé í sjúkraflutninga í sýslunni.

Verða á bakvakt á vinnustöðinni

Byggðarráð Rangárþings ytra segir að breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga í Rangárþing hafi skýrst að nokkru leyti á fundi með forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um miðjan mánuðinn.

Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri

Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu 2009-2019 en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins, og sinnir þar bakvöktum og þjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×