Innlent

Verða á bakvakt á vinnustöðinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá Hellu.
Frá Hellu. Fréttablaðið/GVA

Byggðarráð Rangárþings ytra segir að breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga í Rangárþing hafi skýrst að nokkru leyti á fundi með forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um miðjan mánuðinn.

„Annars vegar þá kynnti forstjórinn þar fyrir sveitarstjórn að þessar bakvaktir sem setja skal inn frá og með 1. febrúar verða mannaðar með sama fólki og sinnir staðbundnum vöktum nú. Þannig segja þau að sjúkraflutningamenn verði staðsettir í aðstöðu HSU á Hellu hvort sem þeir eru á staðbundnum vöktum eða bakvöktum,“ segir í minnisblaði sem ráðið sendi forstjóra HSU til „að fá það staðfest að það sem þar kemur fram sé rétt eftir haft.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.