Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 09:55 Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun. Vísir/vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12