Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 12:00 Teikning af Rosalind Franklin á yfirborð Mars. Vísir/ESA Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent