Enski boltinn

Sparkspekingur telur að breiddin eigi eftir að skila Man. City titlinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp og félagar hafa aðeins dalað í síðustu leikjum.
Jürgen Klopp og félagar hafa aðeins dalað í síðustu leikjum. vísir/getty
Breiddin á leikmannahóp Manchester City er það sem á eftir að skila liðinu Englandsmeistaratitlinum að mati Danny Higginbotham, fyrrverandi leikmanni Manchester United, sem hefur getið sér góðs orðs sem sparkspekingur undanfarin misseri.

City náði toppsætinu af Liverpool á miðvikudagskvöldið þegar að liðið vann Everton, 2-0, á útivelli en lærisveinar Pep Guardiola voru mest tíu stigum á eftir Liverpool í desember.

Liverpool á leik til góða en það er búið að gera jafntefli í tveimur leikjum í röð og þarf sárlega að komast aftur á sigurbraut gegn Bournemouth á morgun.

„Það þarf ekki annað en að horfa á annað markið hjá City í síðasta leik til að skoða þetta,“ segir Higginbotham við Sky Sports.

„Leikmennirnir þrír sem komu inn á voru Gabriel Jesus, Kevin De Bruyne og Raheem Sterling. Það er ótrúleg breidd,“ segir hann, en Jesus innisiglaði sigurinn í uppbótartíma.

„Það er aðeins einn leikmaður sem má ekki meiðast hjá City og það er Fernandinho. Annars er breiddin rosalega mikil þannig City hefur það fram yfir Liverpool,“ segir Danny Higginbotham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×