Enski boltinn

Kane á góðum batavegi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það styttist í endurkomu Harry Kane.
Það styttist í endurkomu Harry Kane. vísir/getty
Það bendir flest til þess að framherji Tottenham, Harry Kane, snúi fyrr út á völlinn en búist var við.

Kane meiddist í leik gegn Man. Utd þann 13. janúar síðastliðinn og var ekki búist við honum aftur á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í mars.

Batinn hefur aftur á móti verið góður og ekki útilokað að hann geti spilað gegn Burnley síðar þann 23. febrúar.

Þá myndi hann líka ná leikjum gegn Chelsea, Arsenal og Dortmund í Meistaradeildinni. Þetta eru því frábær tíðindi fyrir Tottenham.

Mauricio Pochettinho, stjóri Tottenham, segir að Kane sé á frábærum stað í endurhæfingu sinni og félagið þurfi að passa upp á að hægja á honum svo hann fari ekki fram úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×