Enski boltinn

Liverpool þarf þrjú stig gegn Bournemouth á heimavelli og City fær Chelsea í heimsókn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Sarri mætast í stórleik helgarinnar.
Guardiola og Sarri mætast í stórleik helgarinnar. vísir/getty
Það verður mikið fjör um helgina er 26. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram en stórleikur helgarinnar er á morgun er Manchester City fær Chelsea í heimsókn.

City fór á toppinn í vikunni er liðið vann 2-0 sigur á Everton en liðið hefur leikið einum leik meira en Liverpool. Liðin eru jöfn að stigum en City er með betri markatölu.

Liverpool fær heimaleik í dag er liðið mætir Bournemouth og þarf Liverpool einfaldlega á þremur stigum að halda eftir að hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum liðsins; gegn Leicester og nú síðast gegn West Ham.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa verið í vandræðum að undanförnu en þeir heimsækja Watford. Marco Silva því að mæta á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Watford um tíma.

Burnley reynir að koma sér lengra frá botnsætinu en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar fá BRighton í heimsókn. Brighton um miðja deild.

Leikir dagsins:

12.30 Fulham - Man. Utd (Í beinni á Stöð 2 Sport)

15.00 Crystal Palace - West Ham

15.00 Huddersfield - Arsenal

15.00 Liverpool - Bournemouth

15.00 Southampton - Cardiff

15.00 Watford - Everton

17.30 Brighton - Burnley

Leikir morgundagsins:

13.30 Tottenham - Leicester

16.00 Manchester City - Chelsea

Leikir mánudagsins:

20.00 Wolves - Newcastle

Klippa: Premier League Matchweek 26 Preview





Fleiri fréttir

Sjá meira


×