Enski boltinn

Sarri segir City besta lið Evrópu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maurizio Sarri, stjóri Chelesa, er ekki sammála kollega sínum hjá Manchester City, Pep Guardiola, að Chelsea geti orðið enskur meistari á þessari leiktíð en liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar.

Guardiola sagði að það væru enn mörg lið sem gætu unnið titilinn á þessu tímabili og nefndi þar á meðal Chelsea. City og Chelsea mætast á morgun en Sarri er ekki sammála félaga sínum hjá City og segir að liðið einbeiti sér að ná einu af fjórum efstu sætunum.

„Á þessum tímabili munum við berjast um topp fjögur sætin en ekki meira en það,“ sagði Sarri en Chelsea er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins, 16-liða úrslit enska bikarsins og 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar svo liðið er að berjast á mörgum stöðum.

„Við getum auðvitað unnið eitthvað en í ensku úrvalsdeildinni verður slagurinn á milli Manchester City og Liverpool,“ bætti Sarri við. Hann er afar hrifinn af City:

„Ég veit að þið vitið mína skoðun en Manchester City er að mínu mati besta liðið í Evrópu. Það er erfitt að vinna Meistaradeildina ef þú þarft einnig að spila í ensku úrvalsdeildinni.“

„Það er erfitt að komast í úrslitaleik í annarri keppni en á þessum tímapunkti eru þeir, að mínu mati, besta liðið í allri Evrópu,“ sagði Sarri að lokum.



Klippa: Blaðamannafundur Maurizio Sarri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×