Enski boltinn

Liverpool hefur aldrei grætt meira en á síðasta tímabili

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki gegn West Ham á mánudagskvöldið.
Leikmenn Liverpool fagna marki gegn West Ham á mánudagskvöldið. vísir/getty
Það gekk ekki bara vel inni á vellinum hjá Liverpool á síðustu leiktíð því það gekk einnig vel peningalega séð en Liverpool hefur aldrei grætt meira en þeir gerðu á síðasta tímabili.

Liverpool græddi ekki meira né minna en 106 milljónir punda á síðustu leiktíð en liðið fór meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Real Madrid.

Þar græddi liðið ansi mikið af pening en samtals fékk liðið 72 milljónir punda fyrir það. Salna á Philippe Coutinho til Barcelona gaf einnig vel í kassann er hann var seldur í janúar 2018 en verðmiðinn á Brasilíumanninum voru rúmar 140 milljónir punda.







Eftir því sem gengið hefur batnað hjá liðinu á síðustu leiktíðum hafa fjölmiðlar og hlutir tengdir fjölmiðlum gefið vel af sér. Liðið fékk 66 milljónir punda fyrir fjölmiðlatengdi viðburði tímabilð 2016/2017 en tímabilð á eftir fór það upp í 220 milljónir punda.

Einnig hafa auglýsingasamningar gefið vel en auglýsingasamningarnir gáfu Liverpool 81 milljónir punda. Þetta allt skilaði hagnaði upp á rúmlega 106 milljónir punda sem gerir það að verkum að félagið er komið í þriðja sæti yfir ríkustu félög ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðið komst yfir Arsenal í þriðja sætinu en er nú á eftir Manchester United og Manchester City. Rauðklædda liðið í Liverpool-borg er orðið sjöunda stærsta félag í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×