Enski boltinn

Mark á elleftu mínútu uppbótartíma skaut Leeds á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barátta úr leiknum í dag.
Barátta úr leiknum í dag. vísir/getty

Leeds bjargaði mikilvægu stigi í toppbaráttu B-deildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli en jöfnunarmark Leeds kom í uppbótartíma.

Staðan var markalaus í hálfleik en fyrra mark leiksins kom í upphafi síðari hálfleiks er Lewis Wing kom Tony Pulis og lærisveinum hans í Middlesbrough yfir.

Alvarlegt atvik á varamannabekk Leeds í síðari hálfleik gerði það að verkum að uppbótartíminn var tólf mínútur en sjúkraliðar huguðu að einum úr hóp Leeds í langan tíma í síðari hálfleiknum.

Á elleftu mínútu uppbótartíma var það Kalvin Phillips sem skoraði mikilvægt jöfnunarmark Leeds og lokatölur 1-1.

Middlesbrough er rétt á eftir Leeds en Middlesbrough er í fjórða sætinu með 52 stig. Þeir eiga þó leik til góða á Leeds.

Tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina en næstu fjögur sæti fara í umspil. Leiknar eru 46 umferðar í ensku B-deildinni.

Staða toppliðanna:
1. Leeds - 58 stig - 31 leikir
2. Norwich - 57 stig - 30 leikir
3. Sheffield United - 55 stig - 31 leikir
4. Middlesbrough - 52 stig - 30 leikir
5. WBA - 50 stig - 29 leikir
6. Bristol City - 47 stig - 29 leikir
------
7. Derby County - 47 stig - 29 leikir

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.