Enski boltinn

Klopp: Sigurinn aldrei í hættu

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum ánægður með frammstöðu síns liðs gegn Bournemouth í dag en hann talaði um það fyrir leik að hann vildi alvöru viðbrögð frá leikmönnum sínum.

 

Fyrir leikinn hafði Liverpool gert tvö jafntefli í röð og misst toppsætið deil Manchester City og því var ákveðin pressa á liðinu fyrir leikinn.

 

„Það er fullkomlega venjulegt að fólk skuli tala um frammistöður okkar þegar það er ekki sátt.“

 

„En við erum að sjálfsögðu ekki búnir að vera sáttir með okkar frammistöðu. Við vildum sýna alvöru viðbrögð og komast aftur á beinu brautina og vera líflegir. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag.“

 

„Sigurinn var í rauninni aldrei í hættu. Bournemouth byrjuðu vel og þeir eru gott fótboltalið en planið okkar var að vera líflegir og nota allan völlinn. Við vorum mjög sveigjanlegir í uppspilinu og þegar við vorum að skapa færi og útfrá því skoruðum við frábær mörk.“

 

„Öll mörkin í dag voru frábær og sérstaklega það þriðja. Verðskuldaður sigur.“    

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×