Enski boltinn

Edison Cavani haltraði af velli í síðasta leik PSG fyrir United

Dagur Lárusson skrifar
Tuchel og Cavani.
Tuchel og Cavani. vísir/getty

Thomas Tuchel, stjóri PSG, segist vera áhyggjurfullur varðandi möguleg meiðsli Edison Cavani fyrir leik liðsins gegn United á þriðjudaginn.
 
Edison Cavani skoraði eina mark PSG gegn Bordeaux í gær en hann endaði leikinn á því að haltra af velli.
 
„Fyrst hann þurfti að koma af velli þá er ég auðvitað áhyggjufullur. Það að sparka í boltann og þurfa að koma útaf eftir það er áhyggjuefni. Ef Edison verður ekki með okkur í Manchester þá verður það auðvitað mikill missir,“ sagði Tuchel. 
 
PSG er nú þegar án Neymar sem er fótbrotinn og því verður það ennþá meiri missir fyrir sóknarleik liðsins ef Cavani verður ekki með.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.