Erlent

Staðfest að 28 hafi farist þegar tveimur bátum hvolfdi

Atli Ísleifsson skrifar
Bátarnir lögðu úr höfn í Godoria.
Bátarnir lögðu úr höfn í Godoria. AP/IOM
Talsmenn yfirvalda í Afríkuríkinu Djíbútí hafa staðfest að 28 hafi farist þegar tveimur bátum hvolfdi undan strönd landsins. Allt að 130 er enn saknað.

Samkvæmt Alþjóðastofnuninni um fólksflutninga (IOM) var farandfólk um borð í bátunum sem lögðu úr höfn í Godoria í norðausturhluta landsins í gærmorgun. Erfitt var í sjóinn og hvolfdi bátunum eftir um hálftíma siglingu.

Í frétt Al Jazeera  segir að á síðustu árum hafi farandfólk siglt frá Djíbúti í stórum stíl í átt að Arabíuskaga í leit að vinnu.

Ekki liggur fyrir hverrar þjóðar hinir látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×