Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 23:48 Katrín hertogaynja af Cambridge og Meghan hertogaynja af Sussex hafa lengi verið sagðar elda grátt silfur saman. Lítið virðist þó til í þeim orðrómum. Getty/UK Press Pool/ Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu. Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu.
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01