Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti „leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. Tímaritið Elle greinir frá þessu.
Markle neyddist til að eyða Instagram-reikningi sínum skömmu fyrir jól vegna netverja á samfélagsmiðlum sem gerðu henni lífið leitt og ötuðust í henni án afláts.
Fréttir sem unnar voru upp úr Instagram-reikningnum hennar og birtust í slúður-og götlublöðunum eiga að hafa farið fyrir brjóstið á hertogynjunni og eyddi hún reikningi sínum til þess að gæta að geðheilsunni.
Eftir að hún eyddi reikningnum segir heimildarmaðurinn að hún hafi verið mjög einangruð og einmana. Markle á því að hafa brugðið á þetta ráð til þess að halda sambandi við vini sína og fylgjast með þeirra daglega lífi.
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi

Tengdar fréttir

Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor.

Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar
Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju.

Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle
Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart.