Lífið

Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína
Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína Vísir/ap

Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti „leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. Tímaritið Elle greinir frá þessu.

Markle neyddist til að eyða Instagram-reikningi sínum skömmu fyrir jól vegna netverja á samfélagsmiðlum sem gerðu henni lífið leitt og ötuðust í henni án afláts.

Fréttir sem unnar voru upp úr Instagram-reikningnum hennar og birtust í slúður-og götlublöðunum eiga að hafa farið fyrir brjóstið á hertogynjunni og eyddi hún reikningi sínum til þess að gæta að geðheilsunni.

Eftir að hún eyddi reikningnum segir heimildarmaðurinn að hún hafi verið mjög einangruð og einmana. Markle á því að hafa brugðið á þetta ráð til þess að halda sambandi við vini sína og fylgjast með þeirra daglega lífi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.