Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 21:30 Það var ekki að sjá annað en að vel færi á með Katrínu og Meghan er þær mættu til messu á jóladag. Getty/Samir Hussein Elísabet Bretadrottning er sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum hertogaynjanna Katrínar Middleton og Meghan Markle, sem giftar eru sonarsonum hennar, prinsunum Vilhjálmi og Harry. Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. „Hún þráði að sjá sætti milli Meghan og Katrínar og hún fékk ósk sína uppfyllta,“ hefur Us Weekly eftir heimildarmanni sínum. Heimildarmaðurinn heldur því einnig fram að svilkonurnar hafi dvalið í Sandringham-herragarðinum í Norfolk yfir jólin, ásamt öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar, og því hafi þær neyðst til að eyða tíma saman. Sjá einnig: Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Fréttaflutningur af meintum deilum Katrínar og Meghan hefur verið nokkuð þrálátur í breskum götublöðum síðan sú síðarnefnda var innvígð inn í konungsfjölskylduna. Þannig var greint frá því að Meghan hafi verið dónaleg við starfsfólk Katrínar í brúðkaupi þeirrar fyrrnefndu en talsmaður Kensingtonhallar sagði hins vegar að slíkt ætti ekki við nein rök að styðjast. Einnig hafi það kynt undir orðrómi um ósætti hertogaynjanna að þær, ásamt eiginmönnum sínum, höfðu ekki sést saman svo vikum skipti í desember síðastliðnum. Að sögn fréttaskýranda Sky News beindust því allra augu að fjórmenningunum á jóladag er þau mættu öll til messu í Sandringham. Kóngafólk Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan í sínu fínasta pússi í jólamessu Breska konungsfjölskyldan mætti til árlegrar jólaguðsþjónustu í morgun. 25. desember 2018 14:06 Meghan átti í mestu vandræðum með að hemja hláturinn Hertogaynjan af Sussex átti í mestu vandræðum með að hemja hláturinn þegar hún fylgdist með sýningu skóladrengja á Tonga í dag. 26. október 2018 11:12 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Elísabet Bretadrottning er sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum hertogaynjanna Katrínar Middleton og Meghan Markle, sem giftar eru sonarsonum hennar, prinsunum Vilhjálmi og Harry. Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. „Hún þráði að sjá sætti milli Meghan og Katrínar og hún fékk ósk sína uppfyllta,“ hefur Us Weekly eftir heimildarmanni sínum. Heimildarmaðurinn heldur því einnig fram að svilkonurnar hafi dvalið í Sandringham-herragarðinum í Norfolk yfir jólin, ásamt öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar, og því hafi þær neyðst til að eyða tíma saman. Sjá einnig: Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Fréttaflutningur af meintum deilum Katrínar og Meghan hefur verið nokkuð þrálátur í breskum götublöðum síðan sú síðarnefnda var innvígð inn í konungsfjölskylduna. Þannig var greint frá því að Meghan hafi verið dónaleg við starfsfólk Katrínar í brúðkaupi þeirrar fyrrnefndu en talsmaður Kensingtonhallar sagði hins vegar að slíkt ætti ekki við nein rök að styðjast. Einnig hafi það kynt undir orðrómi um ósætti hertogaynjanna að þær, ásamt eiginmönnum sínum, höfðu ekki sést saman svo vikum skipti í desember síðastliðnum. Að sögn fréttaskýranda Sky News beindust því allra augu að fjórmenningunum á jóladag er þau mættu öll til messu í Sandringham.
Kóngafólk Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan í sínu fínasta pússi í jólamessu Breska konungsfjölskyldan mætti til árlegrar jólaguðsþjónustu í morgun. 25. desember 2018 14:06 Meghan átti í mestu vandræðum með að hemja hláturinn Hertogaynjan af Sussex átti í mestu vandræðum með að hemja hláturinn þegar hún fylgdist með sýningu skóladrengja á Tonga í dag. 26. október 2018 11:12 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Konungsfjölskyldan í sínu fínasta pússi í jólamessu Breska konungsfjölskyldan mætti til árlegrar jólaguðsþjónustu í morgun. 25. desember 2018 14:06
Meghan átti í mestu vandræðum með að hemja hláturinn Hertogaynjan af Sussex átti í mestu vandræðum með að hemja hláturinn þegar hún fylgdist með sýningu skóladrengja á Tonga í dag. 26. október 2018 11:12
Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20