Lífið

Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það var ekki að sjá annað en að vel færi á með Katrínu og Meghan er þær mættu til messu á jóladag.
Það var ekki að sjá annað en að vel færi á með Katrínu og Meghan er þær mættu til messu á jóladag. Getty/Samir Hussein
Elísabet Bretadrottning er sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum hertogaynjanna Katrínar Middleton og Meghan Markle, sem giftar eru sonarsonum hennar, prinsunum Vilhjálmi og Harry. Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju.

„Hún þráði að sjá sætti milli Meghan og Katrínar og hún fékk ósk sína uppfyllta,“ hefur Us Weekly eftir heimildarmanni sínum. Heimildarmaðurinn heldur því einnig fram að svilkonurnar hafi dvalið í Sandringham-herragarðinum í Norfolk yfir jólin, ásamt öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar, og því hafi þær neyðst til að eyða tíma saman. 

Sjá einnig: Bresku götu­blöðin upp­full af sögum um „erfiða“ og „stjórn­sama“ Meg­han Mark­le



Fréttaflutningur af meintum deilum Katrínar og Meghan hefur verið nokkuð þrálátur í breskum götublöðum síðan sú síðarnefnda var innvígð inn í konungsfjölskylduna. Þannig var greint frá því að Meghan hafi verið dónaleg við starfsfólk Katrínar í brúðkaupi þeirrar fyrrnefndu en talsmaður Kensingtonhallar sagði hins vegar að slíkt ætti ekki við nein rök að styðjast.

Einnig hafi það kynt undir orðrómi um ósætti hertogaynjanna að þær, ásamt eiginmönnum sínum, höfðu ekki sést saman svo vikum skipti í desember síðastliðnum. Að sögn fréttaskýranda Sky News beindust því allra augu að fjórmenningunum á jóladag er þau mættu öll til messu í Sandringham.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×