Í tilkynningu frá lögreglunni segir að það hafi rétt glitt í bílinn, svo þakinn hafi hann verið af snjó.
„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að fara út í umferðina á bílum í svona ástandi er stórhættulegt. Málið var afgreitt með því að viðkomandi var gert að snjóhreinsa bílinn og var svo sektaður,“ segir í tilkynningunni.