Tuttugu slösuðust í umferðarslysum í borginni í síðustu viku Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2019 15:35 Snjóruðningstæki komu við sögu í tveimur slysanna. Vísir/Vilhelm Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira