Tuttugu slösuðust í umferðarslysum í borginni í síðustu viku Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2019 15:35 Snjóruðningstæki komu við sögu í tveimur slysanna. Vísir/Vilhelm Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira