Tveimur pottum og vaðlaug lokað í Vesturbæjarlaug vegna kuldans Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Heitasti potturinn sést hér í forgrunni og plastpotturinn Örlygshöfn er aftast á mynd. Þeim hefur báðum verið lokað vegna kuldans. Mynd/Reykjavíkurborg Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.
Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40
Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36