Fékk tvö hjartaáföll á leið til Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 20:30 Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira