Fékk tvö hjartaáföll á leið til Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 20:30 Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Hjartveikur Bandaríkjamaður tók þá áhættu að ferðast til Íslands á tölvuleikjasamkomu. Hann segist hafa fengið tvö minniháttar hjartaáföll á leiðinni en ferðin hafi samt verið þess virði. Blacklotastz er notendanafn James Pattersons í íslenska tölvuleiknum Starborne. Framleiðendur leiksins og WOW air buðu hinum 41 árs Bandaríkjamanni til landsins á árlega samkomu aðdáenda leiksins. James hafði ekkert spilað leikinn í nokkra daga þegar fréttastofa hitti hann í dag. Þegar hann skráði sig inn komst hann að því að hann hafði misst nokkur skip úr flota sínum. „Þau voru sprengd upp á meðan ég var í burtu. Ég gat ekki skráð mig inn. Ég var ekki með fartölvuna með mér, bara farsímann,“ segir Patterson. Það þarf sem sagt að taka til og viðhalda hlutum í stafræna heiminum líka. Um 4.000 manns spila Starborne leikinn á hverjum degi. „Af því ég var svo lengi í burtu hafði ég farið yfir mörkin í stöðvunum. Nú verð ég að sitja hér og reyna að laga þetta. Ég fékk tvö smávægileg hjartaáföll á leiðinni hingað. Ég er hjartveikur og ég verð stressaður á flugvöllum en það er þess virði svo ég gæti komið hingað og ég hitti vini mína og sé allt fólkið sem ég hef spilað þennan leik við og hefur komið vel fram við mig síðustu árin.“ James segir ferðina hafa verið áhættunnar virði. Hann segir það besta við leikinn vera að vinningslíkur séu ekki háðar fjármunum fólks. „Það eru þægindi sem maður getur valið ef maður vill. Mér finnst vera nokkur atriði sem gera þetta miklu betra. En þar að auki eru ekki svo mikil vandræði með vandræðaseggi því samfélagið stjórnar því hverjir eru á netþjóninum. Ef einhver er til vandræða taka sig allir saman og sparka honum út,“ segir Patterson sem hefur sterkar skoðanir á þróun tölvuleikja. „Viðskiptamódelið hefur breytt tölvuleikjum síðustu áratugi úr listformi og því sem er til skemmtunar yfir í peningaplokk. Það veldur miklum vandræðum hvað varðar gæði leikjanna og fyrir fólk eins og mig sem er ekki vel stætt þar sem maður getur ekki keppt því það eru stærri veskin sem vinna.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Leikjavísir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira