Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 10:34 Frá vettvangi í Mexíkó þar sem sprengingin varð. AP/ Alexis Triboulard Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu. Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Fjöldi þeirra sem lést í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu. Mikill olíuskortur er í Mexíkó. Olíuleiðslan liggur í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðhluta Mexikó. Í frétt NBC um málið segir að olíuleiðslan sé vinsæl á meðal þjófa sem hafi gert fjölmörg göt á hana í gegnum tíðina, til þess að komast í olíuna. Sprengingin á föstudaginn varð við eitt slíkt gat en þar höfðu allt að 600 manns safnast saman til þess að freista þess að næla sér í olíu enda talsverður olíuskortur í landinu.Rak steypujárn í leiðsluna Sjónarvottar sem komust lífs af segja að í fyrstu hafi lekinn við gatið verið lítill og hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Eitthað virðist þetta hafa farið í taugarnar á sumum sem endaði með því að einn af þeim sem beið í biðröðinni rak steypujárn í gegnum viðgerð á gati á leiðslunni. Við það flæddi olía út um allt og segir í frétt NBC að þeir sem hafi verið staddir næst olíuleiðslunni hafi verið þaktir olíu, ekki síst þeir sem tóku að sér að standa við leiðsluna og fylla ílát handa þeim sem beðið höfðu eftir því að komast að leiðslunni. Fljótlega eftir það virðist sprengingin hafa orðið en ekki er vitað hvað olli henni. Sprengingin var gríðarstór og lokuðu yfirvöld af svæði sem er álíka stórt og knattspyrnuvöllur en jarðneskar leifar þeirra sem lentu í sprengingunni fundust á víð og dreif.Alejandro Gertz Manero, dómsmálaráðherra Mexíkó, hefur gefið það út að yfirvöld muni greiða fyrir sjúkrahúsvist og aðhlynningu þeirra 58 sem slösuðust í sprengingunni. Auk þess mun ríkið greiða jarðarfarir þeirra 85 sem létust. Fjölmargra er enn saknað eftir sprenginguna.Þá sagði Mareno að þeir sem voru á staðnum eingöngu í þeim tilgangi að næla sér í olíu muni ekki vera sóttir til saka vegna málsins. Rannsókn málsins muni beinast að því hvað, og mögulega hver, hafi valdið sprengingunni.Hér má sjá myndband sem tekið var upp þegar sprengingin varð. Rétt er þó að vara við myndefninu.
Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31