Man. City ætti að vera með sex stiga forystu á Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 09:00 Sergio Aguero fagnar marki fyrir Man. City á móti Liverpool. Man. City liðið ættli að vera með forystu í deildinni ef marka má samantekt Sky Sports. Vísir/Simon Stacpoole Hvort verður Liverpool eða Manchester City enskur meistari 2019? Það eru örugglega margir að velta því fyrir sér þessa dagana nú þegar lokaspretturinn er fram undan. Sky Sport hefur gert heiðarlega tilraun til að reikna út hvort liðið vinnur í vor með því að greina alla hugsanlega tölfræði tengda liðunum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þar kemur líka í ljós að staðan í deildinni ætti að vera öðruvísi en hún er í dag. Liverpool er með fjögurra stiga forskot á Manchester City en útreikningar Sky Sports sýna fram á það að lukkan hefur verið í liði með lærisveinum Jürgen Klopp á þessu tímabili.CITY OR LIVERPOOL? We analyse the title race from every possible angle ??https://t.co/Pa7i1x2mGEpic.twitter.com/B3C5cmDNRl — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 21, 2019 Samantekt Sky Sports er bæði ítarleg og skemmtileg og þar geta áhugasamir skoðað tölur liðanna tveggja fram og til baka. Manchester City hélt lífi í titilvonum sínum með 2-1 sigri á Liverpool í fyrsta leik liðanna á nýju ári en bæði liðin hafa unnið sína leiki síðan þá. Liverpool liðið er aftur á móti farið að leka inn mörkum ólíkt því sem var fyrir áramót. Liverpool er búið að vera á toppnum eftir sjö umferðir í röð eða síðan að liðið tók efsta sætið af Manchester City 8. desember síðastliðnum. City tapaði þá fyrir Chelsea en Liverpool skoraði þá fjögur mörk hjá Bournemouth. Ein allra athyglisverðasta samantektin í þessari ítarlegu tölfræðigreiningu Sky Sports á liðum Liverpool og Manchester City snýst um hvernig þessi tvö lið hafa nýtt færin sín og yfirburði sína í ákveðnum leikjum. Tölfræðin heitir áætluð mörk eða „Expected Goals“ á ensku. Samkvæmt þeirri tölfræði þá hefur lukkan svo sannarlega verið í liði með Liverpool sem hefur aðeins tapað stigum í sex leikjum á leiktíðinni. Tölfræði yfir áætluð mörk segir að Liverpool ætti að vera búið að tapa ellefu stigum í vetur en ekki bara níu stigum. Liverpool hefði reyndar átt að vinna leikinn á móti Manchester City á Etihad í janúarbyrjun en í staðinn var lukkan í liði með Klopp og lærisveinum í leiknum á móti City (í október), Huddersfield og Arsenal. Það er allt aðra sögu að segja af Manchester City liðinu sem hefur verið með yfirburði í öllum leikjum nema tveimur, leik á móti Leicester City á öðrum degi jóla og svo á móti Liverpool fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt tölfræðinni um áætluð mörk þá ætti Manchester City aðeins vera búið að tapa fimm stigum í vetur en liðið hefur tapað heilum þrettán stigum. Hefðu liðin nýtt sín færi þá væri staðan allt önnur. Manchester City væri þá með 64 stig og sex stiga forystu á Liverpool-liðið. Liverpool er nefnilega enn með fjögurra stiga forskot á Manchester City í stigatöflunni þrátt fyrir að skora færri mörk en City, eiga færri skot, eiga færri skot á mark og skapa færri færi. Það er hægt að finna alla þessa útreikninga Sky Sports með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Hvort verður Liverpool eða Manchester City enskur meistari 2019? Það eru örugglega margir að velta því fyrir sér þessa dagana nú þegar lokaspretturinn er fram undan. Sky Sport hefur gert heiðarlega tilraun til að reikna út hvort liðið vinnur í vor með því að greina alla hugsanlega tölfræði tengda liðunum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þar kemur líka í ljós að staðan í deildinni ætti að vera öðruvísi en hún er í dag. Liverpool er með fjögurra stiga forskot á Manchester City en útreikningar Sky Sports sýna fram á það að lukkan hefur verið í liði með lærisveinum Jürgen Klopp á þessu tímabili.CITY OR LIVERPOOL? We analyse the title race from every possible angle ??https://t.co/Pa7i1x2mGEpic.twitter.com/B3C5cmDNRl — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 21, 2019 Samantekt Sky Sports er bæði ítarleg og skemmtileg og þar geta áhugasamir skoðað tölur liðanna tveggja fram og til baka. Manchester City hélt lífi í titilvonum sínum með 2-1 sigri á Liverpool í fyrsta leik liðanna á nýju ári en bæði liðin hafa unnið sína leiki síðan þá. Liverpool liðið er aftur á móti farið að leka inn mörkum ólíkt því sem var fyrir áramót. Liverpool er búið að vera á toppnum eftir sjö umferðir í röð eða síðan að liðið tók efsta sætið af Manchester City 8. desember síðastliðnum. City tapaði þá fyrir Chelsea en Liverpool skoraði þá fjögur mörk hjá Bournemouth. Ein allra athyglisverðasta samantektin í þessari ítarlegu tölfræðigreiningu Sky Sports á liðum Liverpool og Manchester City snýst um hvernig þessi tvö lið hafa nýtt færin sín og yfirburði sína í ákveðnum leikjum. Tölfræðin heitir áætluð mörk eða „Expected Goals“ á ensku. Samkvæmt þeirri tölfræði þá hefur lukkan svo sannarlega verið í liði með Liverpool sem hefur aðeins tapað stigum í sex leikjum á leiktíðinni. Tölfræði yfir áætluð mörk segir að Liverpool ætti að vera búið að tapa ellefu stigum í vetur en ekki bara níu stigum. Liverpool hefði reyndar átt að vinna leikinn á móti Manchester City á Etihad í janúarbyrjun en í staðinn var lukkan í liði með Klopp og lærisveinum í leiknum á móti City (í október), Huddersfield og Arsenal. Það er allt aðra sögu að segja af Manchester City liðinu sem hefur verið með yfirburði í öllum leikjum nema tveimur, leik á móti Leicester City á öðrum degi jóla og svo á móti Liverpool fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt tölfræðinni um áætluð mörk þá ætti Manchester City aðeins vera búið að tapa fimm stigum í vetur en liðið hefur tapað heilum þrettán stigum. Hefðu liðin nýtt sín færi þá væri staðan allt önnur. Manchester City væri þá með 64 stig og sex stiga forystu á Liverpool-liðið. Liverpool er nefnilega enn með fjögurra stiga forskot á Manchester City í stigatöflunni þrátt fyrir að skora færri mörk en City, eiga færri skot, eiga færri skot á mark og skapa færri færi. Það er hægt að finna alla þessa útreikninga Sky Sports með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn