Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2019 19:15 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, í öldungadeild Bandaríkjaþings. EPA/Jim Lo Scalzo Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49