Inga segir Miðflokksþingmenn hvorki hafa iðrast né sýnt hógværð Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 18:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56