Innlent

Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun.
Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vissi ekki af endurkomu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólason, þingmanna Miðflokksins, á Alþingi fyrr en við upphaf þingfundar klukkan hálf ellefu í morgun. Frá þessu var greint í fréttum RÚV áðan.

Þeir Gunnar og Bergþór ræddu Lilju á Klaustur bar í nóvember síðastliðnum og hefur Lilja áður lýst ítarlega því áfalli sem hún varð fyrir þegar hún heyrði þau ummæli.

Lilja gekk upp að Gunnari Braga í þingsal í morgun og sagði eitthvað við hann sem margir hafa reynt að ráða í hvað var. Lilja sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins að hún hefði ekki verið sátt við framkomu Gunnars þegar hann lét umrædd ummæli um hana falla á Klaustri og það hafi verið hennar skilaboð til hans á Alþingi í dag.

Þá tjáði hún Fréttablaðinu á fjórða tímanum að hún hefði kosið að fá að vita að von væri á þeim á fundinn.

Hún sagði við fréttastofu RÚV að það væri mikilvægt að þingstörf haldi áfram án þess að þeir sem voru viðriðnir þetta Klaustursmál hafi dagskrárvald þar.

Gunnar Bragi ræddi málið við fréttastofu síðdegis.

Uppfært klukkan 15:52 með svörum Lilju til Fréttablaðsins og viðtali við Gunnar Braga. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.