Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:47 Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15