Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur í HK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásgeir ásamt þjálfara HK, Brynjari Birni Gunnarssyni.
Ásgeir ásamt þjálfara HK, Brynjari Birni Gunnarssyni.
Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er genginn í raðir HK en hann skrifar undir eins árs samning við Kópavogsliðið.

Ásgeir Börkur ákvað eftir tímabilið að yfirgefa uppeldisfélag sitt, Fylki, eftir að hafa leikið yfir 250 leiki fyrir félagið og verið fyrirliði þar í nokkur ár.

Hann hefur æft og spilað með HK undanfarnar vikur og hefur nú ákveðið að skrifa undir eins árs samning við félagið en HK tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld.

HK er nýliði í Pepsi-deild karla en Ásgeir er ekki eini leikmaðurinn sem hefur gengið í raðir HK á síðustu dögum því um helgina skrifaði Arnþór Ari Atlason undir samning við HK.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.