Erlent

Keyptu fölsuð prófskírteini

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Rúmenar fengu útskriftarskírteini gegn greiðslu.
Rúmenar fengu útskriftarskírteini gegn greiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fjöldi rúmenskra hjúkrunarfræðinga, sem ráðnir hafa verið til starfa í Svíþjóð, er með útskriftarskírteini frá skólum í Rúmeníu án þess að hafa stundað þar nám. Frá þessu er greint í fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins.

Skólarnir hafa tekið við greiðslum frá „nemendunum“, innritað þá í nám og útskrifað án þess að þeir hafi tekið þátt í kennslunni.

Stjórnvöld í Rúmeníu hyggjast nú skoða alla skóla í landinu sem bjóða upp á nám í heilbrigðisgeiranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×