Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“ Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira