Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“ Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira