Pompeo gagnrýndi Obama harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 15:53 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Amr Nabil Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur. Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur.
Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira