Niðurstöður um trefjar sagðar áfall fyrir lágkolvetnakúra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. janúar 2019 08:15 Heilhveitipasta, brauð og morgunkorn virðist heilsusamlegra en talsmenn lágkolvetnakúra hafa haldið fram. Vísir/Getty Ný viðamikil rannsókn sem gerð var fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina bendir til þess að aukin neysla trefja, sem finna má í kornmeti, pasta, brauði og hnetum, dragi úr líkum á hjartasjúkdómum á lífsleiðinni og auki lífslíkur fólks. Höfundar skýrslunnar segja niðurstöðurnar fagnaðarefni, en að þær komi sér illa fyrir þá sem tali fyrir lágkolvetnakúrum sem hafa verið afar vinsælir um allan heim. Prófessor Jim Mann frá Nýja Sjálandi leiddi rannsóknina en stuðst var við gögn víðsvegar að úr heiminum. Mann leiddi aðra fræga rannsókn fyrir nokkrum árum sem sýndi fram á gagnsemi þess að draga úr sykurneyslu. Nýja rannsóknin sýnir fram á að þótt kolvetni á borð við sykur séu slæm fyrir líkamann, séu önnur kolvetni þvert á móti afar holl og nauðsynleg manninum, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Áherslan á lágkolvetnafæði hafi vissulega dregið úr sykurneyslu, en hún hafi einnig dregið úr neyslu á trefjaríkum kolvetnum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er mælt með að meðalmaðurinn neyti að minnsta kosti 25 til 29 gramma af trefjum á hverjum degi og vísbendingar eru um að enn meiri neysla sé jafnvel af hinu góða. Flestir borða hinsvegar minna en 20 grömm af trefjum á hverjum degi. Skýrslan vísindamannanna nú er sögð eiga að hjálpa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni að semja leiðbeiningar um hversu miklar trefjar fólk ætti að neyta til þess að bæta heilsu. Til stendur að gefa leiðbeiningarnar út á næsta ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ný viðamikil rannsókn sem gerð var fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina bendir til þess að aukin neysla trefja, sem finna má í kornmeti, pasta, brauði og hnetum, dragi úr líkum á hjartasjúkdómum á lífsleiðinni og auki lífslíkur fólks. Höfundar skýrslunnar segja niðurstöðurnar fagnaðarefni, en að þær komi sér illa fyrir þá sem tali fyrir lágkolvetnakúrum sem hafa verið afar vinsælir um allan heim. Prófessor Jim Mann frá Nýja Sjálandi leiddi rannsóknina en stuðst var við gögn víðsvegar að úr heiminum. Mann leiddi aðra fræga rannsókn fyrir nokkrum árum sem sýndi fram á gagnsemi þess að draga úr sykurneyslu. Nýja rannsóknin sýnir fram á að þótt kolvetni á borð við sykur séu slæm fyrir líkamann, séu önnur kolvetni þvert á móti afar holl og nauðsynleg manninum, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Áherslan á lágkolvetnafæði hafi vissulega dregið úr sykurneyslu, en hún hafi einnig dregið úr neyslu á trefjaríkum kolvetnum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er mælt með að meðalmaðurinn neyti að minnsta kosti 25 til 29 gramma af trefjum á hverjum degi og vísbendingar eru um að enn meiri neysla sé jafnvel af hinu góða. Flestir borða hinsvegar minna en 20 grömm af trefjum á hverjum degi. Skýrslan vísindamannanna nú er sögð eiga að hjálpa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni að semja leiðbeiningar um hversu miklar trefjar fólk ætti að neyta til þess að bæta heilsu. Til stendur að gefa leiðbeiningarnar út á næsta ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira