Erlent

Sanders biðst afsökunar á áreitni gegn konum innan framboðsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Hillary Clinton og Bernie Sanders öttu kappi í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016.
Hillary Clinton og Bernie Sanders öttu kappi í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Vísir/Getty

Ásakanir kvenna sem störfuðu fyrir forsetaframboð Bernie Sanders í Bandaríkjunum árið 2016 um kynferðislega áreitni og slæleg viðbrögð framboðsins við henni hafa fengið öldungadeildarþingmanninn til þess að biðja þær afsökunar. Sanders hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann býður sig fram aftur árið 2020.

New York Times hefur fjallað um ásakanir kvenna um að háttsettir karlar innan framboðsins hafi áreitt þær eða hegðað sér á óviðeigandi hátt á meðan á forsetaframboði Sanders stóð. Sumar þeirra hafa lýst menningu kynferðislegrar áreitni þar. Politico sagði frá því í vikunni að aðstoðarstjórnandi framboðsins hafi kysst ungan undirmann sinn nauðugan árið 2016.

„Til kvennanna í framboðinu okkar sem voru áreittar eða sem komið var illa fram við, þakka ykkur fyrir, frá hjartarótunum mínu, að segja frá. Ég biðst fyrirgefningar,“ tísti Sanders í gær.

Upphafleg viðbrögð Sanders við ásökunum kvennanna voru ekki eins skýr. Hann var gagnrýndur fyrir að segjast hafa verið „aðeins of upptekinn að fara um landið og tala máli forsetaframboðsins“ og hafa ekki vitað af ásökununum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.