Erlent

Ákærður fyrir að ræna stúlkunni og myrða foreldra hennar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jayme Closs.
Jayme Closs. Mynd/lögreglan í Barron-sýslu

Lögregluyfirvöld í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákært hinn 21 árs gamla Jake Thomas Patterson fyrir að ræna hinni 13 ára gömlu Jayme Closs og myrða foreldra hennar í október síðastliðnum.

Closs fannst á lífi í gærkvöldi eftir að hafa verið saknað í þrjá mánuði. Hún hvarf sama dag og foreldrar hennar fundust myrtir á heimili sínu. Talið var að henni hefði verið rænt.

Patterson er grunaður um að hafa haldið Closs fanginni en lögreglan telur að þau hafi aldrei átt í neinum samskiptum þar til hann myrti foreldra hennar og nam hana á brott. Þannig virðist sem þau hafi til dæmis ekki átt í neinum samskiptum á samfélagsmiðlum.

Lögreglan var spurð að því í dag hvort að Patterson hefði áður komist í kast við lögin og svo er ekki. Patterson var handtekinn nálægt heimili sínu í Douglas-sýslu í Wisconsin og situr nú í haldi í fangelsinu í Barron-sýslu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.