Íslenski boltinn

Valur hafði betur gegn Víkingi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Páll Sigurðsson var í liði Vals
Haukur Páll Sigurðsson var í liði Vals vísir/daníel

Íslandsmeistarar Vals unnu eins marks sigur á Víkingi í A-riðli Reykjavíkurmótsins í fótbolta.

Valsmenn skoruðu tvö mörk á fyrsta korteri leiksins og var staðan 2-0 í hálfleik.

Víkingsmenn náðu hins vegar að svara í seinni hálfleik og skoruðu mark eftir um klukkutíma leik. Nær komust þeir hins vegar ekki og lokastaðan 2-1.

Þetta var fyrsti leikur Vals í mótinu en Víkingur er með þrjú stig eftir tvo leiki, Víkingar unnu ÍR í fyrstu umferðinni.

A-deild Fótbolta.net mótsins fór af stað í kvöld þegar HK og Grindavík mættust í Kórnum.

Það var markalaust í hálfleik eftir rólegar fyrstu 45 mínúturnar. Besta færið fékk Emil Atlason þegar hann skallaði boltann í þverslána.

Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir snemma í seinni hálfleik áður en Birkir Valur Jónsson jafnaði fyrir HK eftir hornspyrnu.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom inn á sem varamaður í liði HK í seinni hálfleik en Ásgeir Börkur er enn án liðs eftir að hafa farið frá Fylki í haust.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá fótbolta.netAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.