Íslenski boltinn

Öruggur sigur ÍA á Keflavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður ÍA.
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður ÍA. vísir/anton brink

ÍA vann stórsigur á Keflavík þegar liðin mættust í A-deild Fótbolta.net mótsins í morgun en leikið var á Akranesi.

Stefán Teitur Þórðarson kom Skagamönnum yfir strax á 11. mínútu leiksins. Arnar Már Guðjónsson og Gonzalo Zamorano bættu sínu markinu við hvor undir lok fyrri hálfleiks og fór ÍA því með vænlega stöðu inn í hálfleikinn.

Fjórða og síðasta markið skoraði Einar Logi Einarsson þegar um klukkutími var liðinn af leiknum.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu en það hófst í gærkvöld. Með þeim í riðli spila Stjarnan og FH.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.