Erlent

Rússar missa samband við geimsjónaukann Spektr-R

Andri Eysteinsson skrifar
Frá geimskoti Soyuz MS-11 í Kasakstan í byrjun desember. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá geimskoti Soyuz MS-11 í Kasakstan í byrjun desember. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Maxim Shipenkov

Rússneska geimstofnunin Roskosmos, hefur misst samband við geimsjónaukann Spektr-R. Spektr-R er eini geimsjónaukinn sem Rússar starfrækja.

BBC greinir frá því að stjórnandi Roskosmos, Nikolai Kardashev hafi staðfest að hluti samskiptabúnaðar útvarpssjónaukans Spektr-R virki ekki lengur.

Spektr-R var skotið á loft upp árið 2011 og var eingöngu ætlað að starfa í fimm ár. Tilraunir Roskosmos til þess að koma aftur á fullu sambandi við Spektr-R hafa mistekist. BBC hefur það eftir yfirmanni rannsókna í Spektr-R verkefninu, Yuri Kovalev, að ekki sé öll von úti.

Áætlað er að nýjum geimsjónauka, Spektr-RG, samvinnuverkefni Rússa og Þjóðverja verði skotið á loft upp seinna á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.